Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/28

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

xxi

FORMÁLI.

verið af þeirri ætt; líklegt er og, að hann hafi verið nákominn Gilsbekkíngum, og það hèlt Árni Magnússon. Rit Styrmis mætli ætla að væri frá hèrum 1220, nokkru eldri en rit Snorra, og það er ekki ólíklegt, að bók sú sem Haukr ritaði Kristnisögu eptir, hafi verið um 80 ára gömul.

verið af þeirri ætt; líklegt er og, að hann hafi verið nákominn Gilsbekkíngum, og það hèlt Árni Magnússon. Rit Styrmis mætli ætla að væri frá hèrum 1220, nokkru eldri en rit Snorra, og það er ekki ólíklegt, að bók sú sem Haukr ritaði Kristnisögu eptir, hafi verið um 80 ára gömul.

En hafi nú sagan staðið í bók Styrmis, þá er enn að vita, hvort hún muni þá vera eptir hann. Vèr ætlum að sagan sè eldri en svo, að hún geti eptir hann verið. Þar til skulum vèr leiða nokkrar líkur. Í niðrlagi sögunnar eru taldar ættir frá Hafliða Márssyni, þrír knèrunnar, og í öllum þremr er að eins talið í þriðja lið frá Hafliða. Snorri og Páll eru nefndir, dóttursynir Hafliöa, en ekki Þorvaldr Vatnsfirðíngr, sonr Snorra. Á sama hátt er síðast nefndr Illugi Íngimundarson Illugasonar. Þessi Illugi mun hafa verið nýdruknaðr þá er sagan var rituð, en Íngimundr faðir hans andaðist 1150, og Illugi afi hans er líklega hinn sami og Hilarius prestr, er Illugi hèt öðru nafni, og getið er í Jóns sögu helga. Þar sem nú höfundrinn telr ávallt í þriðja lið, hvorki fleiri eða færri, þá ætlum vèr að af þessu megi marka aldr sögunnar, að höfundrinn hafi lifað samtíða þeim mönnum, er lifðu á ofanverðri 12. öld. Þar sem nú að höfundrinn vitnar til sögu Odds múnks, sem sjá má í kap. 6 „sem ritað er í sögu hans” (þ. e. Ólafs konúngs eptir Odd), þá lítr svo út, að hann hafi haldið sögu Odds sem aðalsögu, og má af því leiða, að sagan sé að vísu áðr rituð en Snorri Sturluson setti saman Noregs konúnga sögur sínar, en hèr lítr svo út, sem höfundrinn hafi ekki þekkt annað en sögu Odds. Að hinu sama mætti og lúta það, að höfundrinn á einum stað nefnir Ara gamla (bls. 26); svo nefnir hann Ara fróða; þetta er auðsjáanlega gjört til að greina hann frá Ara Þorgilssyni sterka, sonarsyni hans, er andaðist 1188. Á 13. öld er opt nefndr Ari prestr, en hann er aldrei nefndr gamli; það lítr svo út, sem menn kunni vestanlands að hafa kallað hann svo meðan Ari sterki lifði, og litla stund síðar, því þá gátu menn villzt á nöfnunum, en síðan festist nafnið „fróði” við Ara prest, en fáa gat rekið svo minni til Ara sterka, að fyrir þá skuld þyrfti að nefna Ara gamla. Það