Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/29

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

xxii

FORMÁLI.

er enn fremr merkjanda, að ein lítil grein stendr sú í Kristnisögu, sem hún og Húngrvaka hafa eins, það er byrjnn 14. kap. í Kristnis. og 8. kap. í Húngrvöku, frá: „þá kom sú hríð um dymbildaga” o. s. fr. Það er auðsèð, að annaðhvort hefir sá sem ritaði Húngrvöku haft fyrir sèr Kristnisögu, eða þá hitt, og sýnist hið fyrra líkara. Það kemr og svo fyrir sjónir, sem þær þrennar sögur: Íslendíngabók Ara, Kristnisaga og Húngrvaka, ásamt sögum þeirra Þorláks biskups og Páls, sè eins og þrír liðir á einni festi; það er svo sem hver þeirra hafi getið aðra af sèr, og hver rekr aðra. Höfundr Kristnisögu hefir þekkt og haft til fyrirmyndar Íslendíngabók, og stundum ritað orðrètt upp úr henni, og að allsherjar-sögublæ tekr þessi saga fram Húngrvöku, en gengr næst Íslendíngabók. Kristniþáttinn í Njálu hefir Kristnisögu höfundr ekki þekkt, og hvorugr annan, en um kristniþáttinn í Ólafs sögu Tryggvasonar er öðru máli að gegna, hann er orðfleiri, en að orðfæri þó víða samhljóða Kristnisögu, og að líkindum ritaðr eptir henni með breytíngum, heldr en að báðar sögurnar sé af sama brunni; og víst er það, að frásögnin í Ólafssögu um kristniboðið, sem hún er nú, er ýngri en sú í Kristnisögu, og fráleitt eldri en frá 13. öld[1].

Höfundr Kristnisögu hefir hlotið að vcra nákunnugr bæði í í Borgarfirði og nálægt Þíngeyrum, það sýnir sagan um Skeggbjörn, sem hvergi finnst nema hèr, og svo að sagan lyktar með því, að segja frá druknan Illuga á Breiðabólstað. En um höfundinn má draga fleiri líkur. Í sögunni segir, að Ólafr konúngr Tryggvason kæmi í Noreg á öndverðri gó, svo og, að hann kæmi úr Hólmgarði til Noregs, „sem ritað er í sögn hans”, en þetta tvennt stendr hvèrgi nema í sögu Odds múnks, og er þar að auki eigi rètt. Nú má enn fremr skiija hvað til þess kemr, að Kristnisaga lætr Þangbrand vera 3 vetr á landi hèr, og kemr það ekki af fávizku höfundarins, heldr af hinu, að hann fylgir

  1. orðtækið þriðja bræðra, næsta bræðra o. s. fr. (Kr. s. kap. 6) finnst varla nema í sögum frá 12. öld. Á 13. og 14. öld sögðu menn þremenníngar o. s. fr. og svo hefir Ólafssaga.