Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/30

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

xxiii

FORMÁLI.

því hinu sama tímatali sem Oddr múnkr, en það er, að Ólafr kæmi í land á gó 995, um sumarið eptir (995) sendi hann Stefni til Íslands, þá á næsta sumri Þangbrand (996), en 999 kom Þangbrandr til Noregs og verða því 3 vetr hans á Íslandi. Eptir tali Odds og Kristnisögu var Ólafr 6 sumr og 5 vetr konúngr að Noregi. Nú væri sú tilgáta ekki langt af vegi, að Oddr múnkr og engi annar sé höfundr Kristnisögu; hann lifði sjálfr á ofanverðri 12. öld og hafði fróðlegar spurnir af mörgum mönnum. Hann var á Þíngeyrum langan aldr. Ólafssögu sína ritaði hann á latínu, og höfum vèr af henni að eins íslenzka þýðíngu, sem líklega er eptir Styrmi prest fróða.

Vèr böfum enn ógetið hins eina atriðis, sem kynni að mæla með því, að sagan væri rituð á 13. öld, en það er það sem stendr í lokum 3. kap. (bls. 7) um kirkjuna í Ási: „en hún stóð þá er Bótólfr biskup var at Hólum, svá at ekki var at gert utan at torfum.” Í Ólafssögu er á þessum sama stað sleppt greininni: „þá er Bótólfr biskup” o. s. fr. Í öndverðu mun hafa staðið: „en hon stendr enn”, en afskrifari mun hafa skotið þessu inn um Bótólf, og líklega er frá Hauki þessi grein komin inn[1].

Útgáfu þessari er þannig hagað, að skinnbókinni er fylgt það sem hún nær, en þar sem hana þrýtr er farið eptir afskript sira Jóns Erlendssonar, AM. 105 folio; svo heíir og Björn á Skarðsá ritað upp niðrlag Kristnisögu eptir Hauksbók meðan hún var í höndum hans, og sett það aptan við Landnámu sína (sjá Landnámabók í Íslendíngasögum I. B. 1843, bls. 328—332). Þetta má hafa til samanburðar.

Kristnisaga er tvisvar fyr útgefin: fyrst í Skálholti 1688 af Þórði biskupi Þorlákssyni, og síðan í Kaupmannahöfn 1773 á kostnað Árna Magnússonar nefndarinnar. Bezti kostr þessarar útgáfu eru hinar fróðlegu skýríngar eptir Hannes biskup Finnsson, en textinn er ekki að sama hófi vandaðr. Brot af Kristnisögu er og prentað í Grönl. hist. Mind. II. 232—35 og Antiqu. Russ. II. 236—37.

  1. nema Haukr hafi hèr mislesið handrit Styrmis, eða Jón Erlendsson mislesið Hauk, og hafi staðið: „þá er Brandr biskup”.