Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/33

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

xxvi

FORMÁLI.

(sjá viðbæti við Skarðsárbók í Íslendíngasögum I. B. 1843, bls. 332—333), og þykir mega sjá þess vott, að hann hafi haft sjálfa skinnbókina, en ekki pappírshandrit[1]. Skömmu síðar hefir Þorlákr biskup Skúlason haft bókina, og látið rita hana í hið stóra safn af Biskupasögum, sem hann lèt saman rita í eina bók, og nú finnst í fimm heptum i safni Árna Magnússonar (404, 392, 395, 380, 398: öll í 4to). Húngrvaka ásamt Þorláks sögu helga er í Nr. 380; þetta er hið elzta handrit Húngrvöku sem nú er til, og er ritað 1641; tveim árum síðar (1643) hefir Jón Gizurarson á Núpi í Dýrafirði ritað sína Húngrvöku, sem finnst í safni Árna Nr. 205 í folio; þetta handrit ætlum vèr sè tekið eptir skinnbókinni sjálfri. Árið 1654 hefir bókin enn verið á Hólum, og lèt Þorlákr biskup þá skrifa þær báðar Húngrvöku og Þorlákssögu á skinnbók, sem nú finnst í safni Árna, Nr. 379 í 4to. Þetta er hið bezta handrit, sem til er af Húngrvöku, og er það hèr lagt til grundvallar við útgáfuna. Nú deilast handritin þannig í tvo flokka: 1) Bækr Þorláks biskuþs 380 og 379, og eru þær innbyrðis samhljóða, en þó nú skinnbókin 379 sè 13 árum ýngri en hin, þá er hún þó betri, og hún mun ekki vera skrifuð eptir hinni, heldr hlýtr hún að vera á fyrstu hönd rituð eptir skinnbókinni sjálfri. Frá þessum bókum eru komin handritin 204 folio, 376 og 381 4to. 2) Frá afskript Jóns Gizurarsonar, en hún er frí, einsog flestar hans afskriptir, eru flest komin: nl. Nr. 378. 4to (með hendi sira Ketils í Hvammi); 206 og 210 folio (báðar með hendi sira Jóns Ólafssonar á Rauðasandi 1669—1703); 209 fol. (með hendi sira Jóns Erlendssonar); 207 folio (með hendi Ásgeirs), og enn fremr 372—3, 375 4to; 208 og 211 folio. Að þetta sè svo, sýnir textinn í þessum handritum, en til styrkíngar skulum vèr þó tilgreina fá dæmi, og er fyrst fyrirsögnin, sem þau öll hafa sameiginlega, svo að kalla orðrètta, en hún er þannig í 205: „Einn lítill bæklíngr af fáum biskupum, sein verið hafa á Íslandi, þeim fyrstu, og hvernig Skálholt var fyrst byggt,

  1. Hann ritar einmælt f. en̄mælt, sem öll hin hafa (bls. 65 athgr. 8), og brúar fyrir brúr = brýr, sem hin hafa.