Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/34

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Ekki var hægt að villulesa síðuna vegna vandamála

xxvii

FORMÁLI.

og þar var settr biskupsstóll, og af hverjum það var til sett, og nær.” þessa fyrirsögn mun Jón Gizurarson sjálfr hafa smiðað. Í einni vísu er eyða í 205 fyrir orði (sjá bls. 82 athgr. 4); þessi sama eyða finnst í öllum áðrnefndum handritum, eða þá að í hinum lökustu er sett í staðinn lokleysan „hefir tignað” til að fylla upp með einhverju. „Skarbendíngr” fyrir „skarmendíngr’’ finnst í þeim öllum (kap. 14, bls. 77), en það er ekki annað en röng getgáta Jóns Gizurarsonar. Dæmin eru mörg fleiri, en þetta nægir. Þessi flokkr er allr lakari en hinn fyrri. Hin handritin eru ómerk að öllu, en í safni Árna eru alls 18 bækr af Húngrvöku, og að auk ágrip sira Jóns Egilssonar; má þó sjá, að það er frá sömu bók komið og öll hin handritin[1][1]. Hèr var því ekki nema einn kostr, sá að gefa út eptir 379, en hafa 205 til samanburðar, og reyna á þann hátt að finna hvað staðið hefir í frumbókinni; hefði það mátt nægja, en af því að oss var ekki jafnljóst um ættleiðíngu handritanna, þegar sagan var gefin út, þá tókum vèr heldr vel en vart, og eru því fleiri handrit höfð til samanburðar, en brýn þörf hefði verið. En með því að í frumbókinni sjálfri hafa verið margar villur, því skrifarinn hefir ekki ætíð skilið hvað hann ritaði, og veldr því hið einkennilega mál Húngrvöku, en i afskriptunum hafa þær tjölgað en ekki fækkað: þá er mikiil vandi að færa Húngrvöku til rètts máls, og sumstaðar ætlum vér það trautt muni auðið verða, nema ný handrit komi fram af öðru kyni en þau sem nú þekkja menn.

Húngrvaka hefir fyrr verið getin út af nefnd Árna Magnússonar, Kmh. 1778, 8vo, með fróðlegum skýríngum, en textinn er einkum eptir 205, eðr þeim flokknum, sem lakari er, enda er textinn víða lítt læsilegr fyrir málvillum. Útgefendrnir hafa skipt handritunum í Codiees Antiquos, Holanos, Jorundinos og Mixtos, og

  1. Ef vèr nefnum frumbókina A, þá verðr kynþáttr handritanna þannig:
    A (týnd)

    a: 379, 380———b:205.

    204, 376, 381. 378, 206-211, 372-3, 375.