Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/35

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

hhaldið að þau sè frá mörgum skinnbókum komin, en því er nú miðr að ekki er svo. Einkum er þó að furða, að þeir hafa látið hina afkáralegu forneskju-stafsetníngu villa sig, sem sira Jón Ólafsson á Rauðasandi tamdi sèr, og halda að afskript hans 206 sé rituð eptir afgamalli ágætri skinnbók, af því hann ritar anþi valþ (andi, vald) o. s. fr., en með allri forneskjunni er hún þó ekki annað en afskript af Húngrvöku Jóns Gizurarsonar í 205, og er enn fremr því til styrkíngar, að hönd sira Jóns sèst á spázíunni í 205 hèr og hvar, og má af því sjá, að hann hefir haft það handrit milli handa.

Af sögu Páls biskups eru færri handrit en Húngrvöku, en sama er þó um hana að segja, að hvorki blað nè geiri er nú til af henni á skinni. Handrit það, sem hún er prentuð eptir, er hin áðrnefnda hók Jóns Gizurarsonar Nr. 205; en í pappírshandritinu 384 í 4to finnst sagan einnig, og er á höndinni að sjá, sem hún sè rituð á öndverðri 17. öld; er hún ef til vill eldri en afskrift Jóns. Hvar bókin er rituð er óvíst, en Árni hefir fengið hana frá Jóni Jónssyni á Leirá. Aptan á Pálssögu stendr: „Bárðr Jónsson m. e. h.” og 1697 álli sira Jón Guthormsson á Hólmum (1725—1731) bókina. Framan við söguna vantar fram í 5. kap. og er það síðan ritað rneð hendi frá 1700. Árni Magnússon sefir ritað á miða í bók þessari þann vitnisburð: „er allt grey-exemplaria, mèr öldúngis ónýt”. Þetta er satt um Þorlákssögu og Árna biskups sögu, sem einnig eru á þessari bók, en hafi Árni meint þar með Pálssögu, þá er það hið fyrsta sinn, að honum hefir glapizt í þeim efnum, því svo lítilmótlegt sem handrit þetta er að útliti og letrgjörð, þá er þó mála sannast, að vantaði það, þá væri nú enginn kostr að gefa út Páls biskups sögu nokkurnveginn læsilega. Jón Gizurarson var sjálfr sagnaritari, og vílaði ekki fyrir sèr að snúa við og breyta, ef eitthvað var torskilið í frumriti hans, og svo er í þessari sögu, en þó er einsætt, að hans afskript verðr að leggja til grundvallar; 384 er ágæt til samanburðar, en ekki framar. Dæmin má sjá í athugagreinunum uppá þetta, t. d. „biskupar” les