Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/36

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

xxix

FORMÁLI.

krisma” (135, 1); „konur ok kennimenn" les „kór ok kennimenn” (140, 7). Það mun mega fullyrða, að 205 og 384 sè frá einni skinnbók komin; munrinn er enginn í frásögn, og mun allr vera sprottinn af gálausum lestri[1], einkum hafi skinnbókin verið forn og óljós, sem út lítr fyrir, því stundum finnast fornar orðamyndir: „of” f. „um” o. s. frv., enda er og ekki víst um hvorugt bandritið, hvort það er á fyrstu hönd frá skinnbókinni; 384 mun naumast vera á fyrstu hönd ritað, en gæti verið skyndiskript af annarri góðri afskript, sem nú væri glötuð. Frumbókin mun hafa verið fyrir vestan og í höndum Jóns Gizurarsonar, og munn hún snemma hafa glatazt. Þorlákr biskup hefir aldrei orðið hennar handhafi, og hefir hún því ekki verið á sömu bók og Húngrvaka, en sira Jón Ólafsson á Rauðasandi hefir tvíritað hana eptir afskript Jóns Gizurarsonar (AM. 206, 210), um leið og hann ritaði Húngrvöku, sem er á sömu bókinni. Frá 205 eru enn fremr komin handritin 204 folio, og 389 í 4to. — Um Pálssögu er sama að segja og Húngrvöku, að frumbókin hefir víða verið röng, og veldr því einkum hinn fábreytilegi sögublær, og að orðfærið er stundum torskilið. Að færa allt til rètts máls ætlum vèr nú varla unnt, því afskriptir vorar eru ekki svo góðar sem óskanda væri. Sagan hefir áðr verið útgefin ásamt Húngrvöku, sem áðr er greint (Kmh. 1778. 8vo), og er Pálssaga þar miklu síðr úr garði gjör en Húngrvaka; það lítr svo út, sem óvaldir menn hafi unnið að Pálssögu, en ekki Hannes biskup eðr hans makar; sagan er þar gefin út eins og hér, eptir 205, en án þess að leiðrètt sè eptir 384.

Þorlákssaga hin elzta er, sem hinar áðrnefndu sögur, til vor komin frá einu handriti, en það skilr, að þessi skinnbók er enn til í heilu líki, en það er stór bók í folio, sem nú finnst í Stokkhólmi Nr. 5 folio í hinu íslenzka handritasafni, ágæt bók;

  1. Til dæmis má nefna bls. 142 athgr. 3 og bls. 141 athgr. 5 (ótta ifa), að frumritið sè eitt fyrir báðum; ritarinn hefir af vangá fyrst ritað ótta en siðan ifa, en gleymt að strika fyrra orðið út.