Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/37

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

þessi bók er alls 71 blað, í tveim dálkum ritin og 40 línur dálki; á bókinni eru tvær handir, hin fyrri höndin, sem fyrri helmíngr bókarinnar er ritaðr með, endar neðst á bls. 96, en hin höndin nær síðan bókina út. Á bókinni er: 1) Guðmundar saga biskups eptir Arngrím ábóta (blað 1—47); 2) Jóns Hólabiskups á 11 blöðum ; 3) Biskupatal, ábótatal o. s. fr. (sjá bls. 254, athgr. 1) á 2 blöðum; 4) Þorlákssaga á 8½ bl. 5) Játvarðarsaga á 2¼ blöðum; síðustu 3 dálkarnir í bókinni eru auðir, og svo fyrsta síðan, og eru á hana dregnar tvær biskupamyndir (Guðmundar skript og Jóns skript helga, eða Þorláks?). Um aldr bókar þessarar ber biskupa og ábóta talið bezlan vott. Af biskupum í Skálholti nefnir hann síðastan Gyrð, sem var biskup 11 ár (1349—60), og segir að hann væri biskup ix ár; sé nú þetta ekki ritvilla fyrir xi, þá ætti bókin að vera rituð 1359. Af ábótum er enginn síðar nefndr en Eyjólfr Pálsson í Þykkvabæ, er var ábóti 1352—77. Bókin mun því vera rituð um 1360, og hönd og stafsetníng hennar er því og að öllu samkvæm, að hún væri frá þeim tíma; bókin er vel rituð; stafsetníngin rèttgóð, en í stöku hlut kynleg, t. d. val fyrir vel, o. s. fr. Bók þessi mun um miðja 17. öld hafa komið frá Íslandi til Slokkhólms (um 1660), en hvaðan af landi hún sè komin, af því höfum vèr engar spurnir; en af líkum getum vèr þó ráðið, að hún sè að vestan kornin, því Jón Gizurarson hefir um 1640 haft bókina milli handa, og ritað upp úr henni Þorlákssögu og Jónssögu, og finnast báðar þessar afskriptir í hinni áðrnefndu miklu sögubók Jóns, AM. 205 í folio. Ábóta og biskupa lal, sem og Játvarðarsaga, finnst einnig með hendi Jóns ritað upp úr Stokkhólmsbók, og hefir það í öndverðu staðið í sömu bók og Nr. 205, en Árni hefir síðan skilið það að. Að Þorlákssaga í 205 sè rituð eptir Stokkhólmsbók, um það ber og textinn ljósan vott, t. d. bls. 104 athgr. 5—6 og bls. 112 athgr. 2, og þar sem nú Jón þaraðauki hefir ritað ábótatal og Játvarðarsögu, þá dregr allan efa af því, að bókin hefir í hans höndum verið. Jón Gizurarson er sá eini, sem ritað hefir eptir Stokkhólmsbók; ætlum vér því auðsætt, að bókin hafi fyrir vestan verið, og snemma