Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/39

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

Húngrvaka og Pálssaga, og þó hún sè um helgan mann, þá er hún laus við allan ofsa og frekju[1], og því að öllu samboðin hinum hóglynda og milda höfundi Pálssögu.

Höfundrinn hefir lifað í Skálholti í tíð þeirra Þorláks og Páls biskupa, og það er líklegt að hann hafi og munað Klæng biskup. Húngrvöku ritaði hann, sem hann sjálfr segir, eptir því sem hann hafði heyrt segja Gizur Hallsson, á líkan hátt og Ari fróði hafði fyrrum ritað kristnisöguna í Íslendíngabók sinni eptir sögn Teits, afa Gizurar. Gizuri var kunnast allra manna um staðinn í Skálholti, og biskupa þá scm þar höfðu setið, því bæði var hann manna vitrastr og fróðastr, og mundi 5 biskupa í Skálholti (alla nema Ísleif og Gizur); hann kom í Skálholt í tíð Þorláks biskups Runólfssonar og fóstraði biskup hann, en síðan lifði Gizur langa æfi, og andaðist í hárri elli á dögum Páls biskups (1206; sjá bls. 137 athgr. 1.); hann stóð, sem hann sjálfr segir, yfir grepti fimm biskupa í Skálholti, því var ekki völ á betra sögumanni en honum. Höfundrinn fer um þetta svofelldum orðum: „hefi ek af því þenna bæklíng saman settan, at ei falli mèr með öllu ór minni þat er ek heyrða af þessu máli segja hinu fróða mann Gizor Hallsson, ok enn nokkura menn aðra merkiliga hafa í frásögur fært (Húngrv. kap. 1.). Að höfundrinn hafi átt heima í Skálholti, og verið handgenginn Skálholts biskupum, má sjá á sama stað: „ok vita síðan, hverir merkismenn biskuparnir hafa verit, er hèr hafa verit ... En þat skyldar mik til at rita, hversu staðrinn hefir eflzt ok magnazt í Skálaholti, eðr um þeirra manna ráð, er hann hafa varðveittan; en (er?) ek hefi með guðs miskun alla gæfu af þeim hlotið þessa heims”. Á þessu er að sjá, sem höfundrinn hafi klerkr verið, enda ber og Þorlákssaga þess ljósastan vottinn. Að hann hafi verið á hendi Þorláki biskupi helga sýnir kap. 3 í Þorláks sögu: „ok heyrðum vèr hinn sæla Þorlák þat vitni bera honum, at hann þóttist trautt

  1. Niðrlag sögunnar, frá: „Páll biskup lét gjöra skrin” (bls. 124), er sett aptanvið síðar; það má sjá af samanburði við B og C.