Blaðsíða:Björn Halldórsson - Grasnytjar.pdf/11

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

leita nytsemdar einnrar i urta þeckingunni, fyri búmanni, og ei veit eg fleiri þess-slags jurtir her á landi; fáeinar urtir eru her nefndar, sem eg hefir aldrei sied, og hvörgi vaxa hvar eg hefi komid um land, er þat helst i Austfjördum, sem þeirra er von, þær eru taldar i Reisubóck Observatorum, um Island; því eg þykiz vita at þær urtir se þar alkendar, þá vilda eg nefna þær, ef skie mætti, at einhvör austfirdskr sæi bæklinginn, edri hinir sem urtirnar þeckia, og þær vaxa hiá.

Islensk nöfn þessara urta hefir eg af eigin heyrn i samtali vid adra menn; nockrar þær algengustu þeirra kendi mer fyrstr at þeckia Vice-Lögmadr Eggert sál. Olafsson, samt þeirra friófganar hátt og mismun; þær flestar eru innfærdar i hanns Lachanologiam; líka hefir eg sama manns dálítid ágrip, (her um 2 arkir) um Islands urtir, hafdi hann skrifad nockud