Blaðsíða:Björn Halldórsson - Grasnytjar.pdf/12

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

meira þar um, sem ecki er lengr til. Latinsk nöfn urtanna hefir eg tekid af Flora Svecica Hr. von Linne ridddarans af enni sænsku leidar-stiörnu, og urta-registri Hr. Dr. Johanns Gerhards Königs, sem þryckt er vid ádr nefnda reisubók. Hin önnur utlendsk nöfn, dönsk, þydsk eda nordsk hefir eg flestöll tekid úr Flora Norvegica Biskups Gunneri.

Þat veit eg vel, at allt fiölldi gamallra urta-bóka, bædi þryckra og óþrycktra sem mörgum manni flækiaz um hendur, mismuna her frá, enn þeim sem eigi vita þess von, kann eg segia þat, at nú eru komin ny og önnur nöfn á margar urtir, samt þeirra kenningar nöfn og merki sett vid fastari skordur, en adr var; margfölld reynsla hefir og kent mönnum at þeckia med frekari vissu þeirra kraft og verkan.a4