Blaðsíða:Björn Halldórsson - Grasnytjar.pdf/17

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

2

Þau má meria og láta so liggia nockra daga, hvar ei er miög kallt; þá súrnar þetta mauk, og geriz; fær þat þá sterkann svartann lit, sem er gódr at lita skinn. Þó verdr liturinn varanlegri, ef menn láta koma i beria löginn nockud af járn-svarfi, jarn-rydi, eda jarn-viktrili, og litid alún, þar eptir standi þetta mauk tvo eda þriá daga á hlyum stadi, þá síaz þad og er borid á skinn, eda skinn föt, sem eingin feiti er i, því annars taka þaug ecki á móti neinum gódum liti, og verdr sá litr at eingvu verri enn almennr danskr skinn litr, á þeirra svörtu fötum.

Þennann síada lög má líka fyri blek brúka, sem vel má nytia, enn er þó ecki gott á bækur, eda þá skript, sem lengi á at hallda ser, og vid at vara.

Þegar adal-bláberia-lyng er i blómstri, sem alment kallaz sætu-koppar, þá má taka laufin med blómstrinu og so mikid af leggnum, sem ecki er trenad, brúka þat sem thee, og