Blaðsíða:Björn Halldórsson - Grasnytjar.pdf/18

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

3

i þess stad; þykir þat mörgum gódr smeckr, og líka bætir þat qvef. Þetta thee kalla sviar gott medal til at örfa blódrás um líkaminn: item at bædi þat, og berin líka, se gód á móti hollds veiki og stein-sótt. Gunn.

Adal-bláberia lauf gefa gulann lit, enn berin fallegann lit raudleitan, þegar þaug eru sprengd, sodin, og garnid, sem litaz á, af ullu eda líni, þar nidri i, med alúni, edr ein hvöriu ödru sem festir; því annars er sá litr laus.

Finnar giöra gódann ost af þessum berium, hvörium Linne, riddarinn af leidar stiörnunni, hrósar. Þeir flóa hreindyra miólk, taka vel af skán og sengiu, blanda þar saman vid adal-blá-beria musli, og koma öllu samt i þurkada hrein-dyra maga, sem þeir hafa til þess aptr bleytt; hengia so magann upp og þurka lengi, til þess osturinn er ordinn hardr.

Zinche segir, at þydskir mat reidi þessi ber, med því móti: þeir siódi þaug i vatniU2