Blaðsíða:Björn Halldórsson - Grasnytjar.pdf/23

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

8

IV.

Augna-fró.

Euphrasia officialis. Euphragia. Didy-
namia. Angiosperma.

Danir kalla: Øien-Trøst.
Þydskir: Augen-Trost, Tage-Leucht

Þessi urt er ein af þeim, sem dreifir og sundrar, og er í beisk at smeck.

Einfaldlega er þessari urt eignadr kraftr til at lækna þrútin og óskyr augu: hún er þá marinn, og lögr hennar i augu borin, qvölld og morgna. Líka er þat til bragds tekid, at menn setia vín á urtina, og drecka þat sídan, og þat segia menn hafi sama krapt at lækna augu; hún má og marin yfir augu leggiaz. Hr. von Linne er sá einn madr, sem eignar henni minni kraft enn adrir, i þessu efni, sem nú var mælt: enn her þykiz eg, med mörgum fleirum, sem reynt hafa, vera sannfærdr um gott gagn hennar, vid sár, og stird eda döpur augu.