Blaðsíða:Björn Halldórsson - Grasnytjar.pdf/27

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

12

Urtin greidir þvag-rás, eydir stein-sóttar efni, og einkanlega drepr orm i idrum manna.

Hún rekr burt flær, þadan sem hún er þurkud geymd. Blómstur þessarar jurtar marid ofaní miólk, brúka menn at leggia yfir kyli, bólgu og fleiri eymstur.

Se þessi urt sodin i víni, og þat druckid, segia menn at þat leysi frá konum daudt fóstr, eptirburd, og stadid blód.

Þat sama vín qvölld og morgna druckid, sem svari godum sopa, kallar Zinchen gott vid vats-syki.

Urtin úng á vori, er söxud og marin saman vid egg, þar af gióriz pönnu-kaka, sem sami madr segir, at se halldin gód fyri þá menn, sem hafa innan-tökur og idra qveisu, samt fyri módur-syki qven-fólks.

Hún er gód vid briost-veiki manna og höfud-sundli, samt gulu og uppdráttar-sótt. Þat sama verkar líka lögr hennar, og vatn af henni. Gunn.