Blaðsíða:Björn Halldórsson - Grasnytjar.pdf/28

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

13

Þeir sem hafa nidurfalls-sótt, drecki edik, sem balldurs brá var i sodin, hellst med litlu hunángi, þat ver þá fyri þessari syki.

Tídir qvenna leidir þat, at fylla lerepts-poka med marda balldurs-brá, sióda hann nockud i vatni, og leggia so vid qvidinn.

Þat styrkir höfud, at þvo þat i seydi af balldurs-brá, þat seydi er líka gott at þvo med því ohrein sár.

VI.

Barna-mosi.

Sphagnum palustre, molle, ramis deflexis
sqvamis capillaceis. Cryptogamia.

Dan. Hvid-Mos. (Som voxer i Moradser).

Þessi mosi er sá fínasti og smá-gerdasti af óllum mosa tegundum. Framar enn annarstadar vex hann vid Deildartúngu hveri, i Borgarfirdi. Reisubók Islands pag. 175.