Blaðsíða:Björn Halldórsson - Grasnytjar.pdf/31

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

16

Seydi af þessu lyngi er kallad gott medal vid stein-sótt, og fleirum siúkdomum sem þar vid eiga skylldt.

Þetta lyng brúkaz med jafna, at lita gult.

Bædi kyr og hestar geta lifad á þessu lyngi, enn allra best saud-fenadr, sem verdr þar af ullar mikill og feitr; at vitni Zinchens, trúa þydskir menn þessari beiti-lyngs verkan sem ver.

Blöd og bar þessa lyngs, er riúpna fædi, og má því líka brúkaz fyrir hænnsna-fódr.

VIII.

Beria-arbi.

Arenaria Peploides, Alsina marina,
Decandria Trigynia.

Dan. Strand-Arve, (med Portulaks Blade.)

Af þessari urt má giöra graut, sem af káli; enn þa þarf at leggia til eitthvad sem tekr væmuna af, er þessari feitu urt fylgir; ei síst er gott þar til kumens gras úngt, eda kúmenid siálft, ellegar hvann-gras.