Blaðsíða:Björn Halldórsson - Grasnytjar.pdf/33

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

18

menn þannløg, sem kallaz birki-vatn; giør-iz þetta med varandi túngli á vori, ádr enn birkid hefir skotid laufum. Menn setia pípu í boruna, og rennur þá út þessi vøkvi i ker nockud, sem undir er sett, er þá løgrinn líkr miød hunangs blandnum: strax sem saft-in er útrunninn, skal reka birki nagla í honuna aptr, því annars er hætt vid at tred deyji. Af því vort birki er so smátt, þá mun þat ei vera ómaks vert, at taka vatn af því, nema ef lítið eitt væri til lækninga þar af at fá. Þetta vatn er blod-hreinsandi, segia menn þar endi hold-veiki, gulu-sótt og fóta-veiki, item øllum þeim meinsemdum, sem fylgia blødru-steini, því þat brytr hann strax og fundr leyfir. Birki-vatn, nær þat hefir gengid og med snkri, er sælgætis vrnckr og verkar þat sem áðr er sagt.

Lati madr birki-børk, þurki hann, melie, og hnodi saman vid mjøl, baki sídan til brauds og eti, þá stillir þat braud vel allan blóð-gang.