Blaðsíða:Björn Halldórsson - Grasnytjar.pdf/34

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

19

Birki-laufum um Jons-messu tekid, gefur gulann ullar lit, enn þó betri saman við jafna. Strøm.

Børkurinn litar vel skinn, lita ullar verk og net-garn, hefir allt þetta sídan þann kost, at mølr sækir sídr at því, fúnar líka og rotnar lángtum seinna. Bor biki-børkr dugir ei til húss þaka, fyri tróð; þó hann se góðr þar til i Norvegi, af Normanna stóru biørkum.

Avørtr birkisins, sem heitir biarkan, hefur miøg samandragandi krapt, og er því sendi af biarkaninu þeim gott, þeim sem hafa laust líf, og þó betra rauda-vin, sem biark-anid hefir nockra stund i legid.

Birkilauf, snemma tekid á vori, og vel þurkad vid vind, má brúka í stadinn fyri theebou, og hefr viðlíka verkan.

Birki-aska gefur góða lút til sápu og fleiri hluta.

Birkisins Tophi erispi sem normenn kalla recte, enn ber vidar-nyru, eru