Blaðsíða:Björn Halldórsson - Grasnytjar.pdf/40

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

25

Se þessi urt sodin i smiøri, erþat góð smurning við skurfur og ákomur barna.

Með blágresi lita konur svart ullar verk.

Rótin malin í dupt, og þat i nasir tekið, stillir nasablóð. Þegar hún er steytt med ediki og sallti, og løgd vid iliar, læknar hún heita kølldu; eins og tilbuin segia menn hún lækni líka eitrad bit, alla qvikinda.

XII.

Bláklucka.

Campanula rotundifolia, patula.
Polyandria, Polygynia.

Norm. Blaa-Klokke, Blaa-Bieller.
Dan. Smaa-Klokker.
Þydsk. Kleiner wilder Rapunzel.

Blomstur þessarar urtar, gefa bláann lit, med hendi núni; en sodin gefa þau grænann lit. Utanlands er og búinn til grænn málara litr af þessum blómstrum.