Blaðsíða:Björn Halldórsson - Grasnytjar.pdf/77

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

62

Rótin, í ediki marin og vid-lögd læknar ristil, hríng-orma og útslátt, sem etr um sig.

Menn segia þat lækni ridu, ad þvo opt hendur i legi urtar innar, og láta þær þorna aptr, af sialfum ser.

XXXVIII.

Finnungr, Myra-Finnungr.

Juncus sqvarrosus. Trianandria.
Trigynia.

Nor. Børst-frytle.
Sviar kalla Borst-togh.

Þessi finnungr er hid lakasta hey, bædi óhollt, og kiarna litid, so naumlega lifir gelld-fe á því um stund.

Hvar sem þessi finnungr vex, er jördin undir súr, seig og barkandi, optast leirblandin, óhæf til ræktar, nema hún se fyrst med gröfum vel þerrud. Því þessi finnúngr