Blaðsíða:Dómur Landsdóms nr. 3-2011.pdf/1

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

Mánudaginn 23. apríl 2012. Nr. 3/2011.

Alþingi (Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari Alþingis) gegn Geir Hilmari Haarde (Andri Árnason hrl.)

Dómur Landsdóms. Mál þetta dæma Markús Sigurbjörnsson, Ástríður Grímsdóttir, Benedikt Bogason, Brynhildur Flóvenz, Eggert Óskarsson, Eiríkur Tómasson, Fannar Jónasson, Garðar Gíslason, Hlöðver Kjartansson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Linda Rós Michaelsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Sigrún Magnúsdóttir, Viðar Már Matthíasson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Með ákæru 10. maí 2011 höfðaði Alþingi mál á hendur ákærða, Geir Hilmari Haarde, fyrir „brot framin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi í embættisfærslu hans sem forsætisráðherra á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár“, sem nánar var lýst sem hér segir: „1.1 Fyrir að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem honum var eða mátti vera kunnugt um og hefði getað brugðist við með því að beita sér fyrir aðgerðum, löggjöf, útgáfu almennra stjórnvaldsfyrirmæla eða töku stjórnvaldsákvarðana á grundvelli gildandi laga í því skyni að afstýra fyrirsjáanlegri hættu fyrir heill ríkisins. 1.2

Fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að hafa frumkvæði að því, annaðhvort með eigin aðgerðum eða tillögum um þær til annarra ráðherra, að innan stjórnkerfisins væri unnin heildstæð og fagleg greining á fjárhagslegri áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir vegna hættu á fjármálaáfalli.

1.3

Fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf og áherslur samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað, sem stofnað var til á árinu 2006, væru markvissar og skiluðu tilætluðum árangri.

1.4

Fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda