Blaðsíða:Dómur Landsdóms nr. 3-2011.pdf/10

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

10 að liggja þyrfti fyrir „með skýrari hætti en nú er hvaða aðilar í stjórnkerfinu beri meginábyrgð á og annist framkvæmd á úrlausn fjármálakreppu og hvaða heimildir þeir hafi í því skyni“, en að auki þyrfti í nánar tilteknum atriðum að huga að breytingum á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta. Á grundvelli þessara tillagna gerðu ráðuneytin þrjú ásamt Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands samkomulag 21. febrúar 2006 „um samráð varðandi fjármálastöðugleika og viðbúnað“ í þeim tilgangi að „formbinda samráð aðila á þessu sviði ... skerpa hlutverkaskiptingu, hindra tvíverknað og auka gegnsæi“, en tekið var fram að samkomulagið skyldi ekki takmarka „svigrúm hvers um sig til sjálfstæðra ákvarðana um aðgerðir út frá hlutverki og ábyrgð sinni.“ Í samráðshópnum skyldu eiga sæti fulltrúar þessara fimm stofnana, sem kæmu saman eftir sömu reglum og lagðar voru til í greinargerðinni, og myndi fulltrúi forsætisráðuneytisins stýra starfi hans. Hópurinn yrði „vettvangur upplýsinga- og skoðanaskipta“ og ráðgefandi, en ekki taka ákvarðanir um aðgerðir. Tekið var fram að yrði fjármálakerfinu talin hætta búin vegna áfalls í fjármálafyrirtæki eða á markaði skyldi „efnt til umfjöllunar í samráðshópnum án tafar.“ Viðbrögð við slíku yrðu „háð aðstæðum hverju sinni en grundvallaratriði er að eigendur og stjórnendur fjármálafyrirtækja sem og markaðsaðilar leysi vanda sinn sjálfir.“ Í samkomulaginu var sérstaklega tekið fram að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands ættu að „fylgjast grannt með og leitast við að stuðla að heilbrigði íslensks fjármálakerfis, hvor stofnunin með sínum hætti í samræmi við hlutverk sitt.“ Einnig var vísað til þess að um samstarf þeirra gilti „opinber samningur, fyrst gerður 1999 en nú frá 2003, þar sem meðal tilgreindra markmiða er að tryggja samræmd viðbrögð við hugsanlegri kerfisáhættu á fjármálamarkaði.“ Samráðshópurinn var í upphafi skipaður Bolla Þór Bollasyni ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, Baldri Guðlaugssyni ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu,

Kristjáni

Skarphéðinssyni

ráðuneytisstjóra

í

viðskiptaráðuneytinu, Jónasi Fr. Jónssyni forstjóra Fjármálaeftirlitsins og Ingimundi Friðrikssyni, sem þá mun hafa verið aðstoðarbankastjóri í Seðlabanka Íslands en varð þar

síðar

bankastjóri.

Með

samráðshópnum

starfaði

Tryggvi

Pálsson

framkvæmdastjóra fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, sem sat þar fundi og færði fundargerðir. Um þær mundir, sem framangreindur samráðshópur var myndaður, mun hafa risið umræða alþjóðlegra greiningarfyrirtækja um stöðu íslensku bankanna þriggja,