Blaðsíða:Dómur Landsdóms nr. 3-2011.pdf/18

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur ekki verið villulesin


18 fjármálaáfalli ... þá jafngildir 300p álag Kaupþings 55% líkum á áfalli hjá viðkomandi banka.“ Um þriðjungur hlutabréfa í kauphöll væri veðsettur, en „5-10% lækkun hlutabréfaverðs ætti ekki að skapa hættuástand.“ Hann hafi einnig bent á „að erlend innlán væru orðin meirihluti innlána íslensku bankanna og huga þarf að Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta í því sambandi.“ Í fundargerðinni var þess getið undir dagskrárliðnum „Norræna viðlagaæfingin“ að Jónas hafi lagt fram „skjal sem hann hafði tekið saman með vangaveltum sínum í framhaldi æfingarinnar“ og væri þar að finna „sjö ábendingar um úrbætur sem lúta að auknum viðbúnaði fyrir fjármálaáfall.“ Í því skjali var meðal annars borin upp spurning um hvort setja þyrfti „fram tölu um hámark hugsanlegs eiginfjárframlags, lausafjáraðstoðar eða ábyrgðar á innistæðum“ og bent á að huga þyrfti að stærð og styrk Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, lagalegum heimildum „til inngrips“ og skipulagsmálum, þar með talda viðbragðsáætlun. Seðlabanki Íslands sendi frá sér tilkynningu 20. nóvember 2007 um að matsfyrirtækið Standard & Poor’s Financial Services hafi breytt horfum um lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins í neikvæðar vegna „ójafnvægis í hagkerfinu“, en einkunnir þess væru þó óbreyttar. Þetta ójafnvægi væri að mati fyrirtækisins þrálátt og vaxandi, en að auki skorti aðhald í ríkisfjármálum. Þótt þau hafi batnað verulega í efnahagsuppsveiflu liðinna ára og skuldir ríkisins lækkað mjög sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafi „óbeinar ábyrgðir vegna fjármálageirans vaxið mikið vegna hraðrar útlánaaukningar innanlands.“ Neikvæðar horfur þættu „endurspegla vaxandi hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins.“ Stuttu áður en framangreind tilkynning Seðlabanka Íslands var birt hafði hún verið

send

með

tölvubréfi

starfsmanns

hans

til

ráðuneytisstjórans

í

forsætisráðuneytinu, en í tölvubréfinu sagði meðal annars að Davíð Oddsson seðlabankastjóri

hafi

„rætt

við

forsætisráðherra

og

fjármálaráðherra.“

Ráðuneytisstjórinn framsendi þetta tölvubréf til ákærða. Nokkru síðar sama dag sendi ráðuneytisstjórinn annað tölvubréf til ákærða, þar sem sagði eftirfarandi: „Gengið tók strax upp undir 1% dýfu og hafði þá lækkað um tæplega 2,5% í dag en hefur nú rétt sig við um 0,8%. Hlutabréfavísitalan hefur hins vegar lækkað um 2,5% e.h. Eigum við ekki að bíða með að breyta ræðunni þar til í kvöld?“ Ekki liggur fyrir til hvaða ræðu var vísað, en með þessu tölvubréfi fylgdi minnisblað, þar sem sagði meðal annars eftirfarandi: „Hér er einungis verið að breyta svokölluðum horfum, ekki sjálfri einkunninni. Hún helst óbreytt. ... Forsendurnar fyrir þessari ákvörðun virðast að