Blaðsíða:Dómur Landsdóms nr. 3-2011.pdf/20

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

20 gætu átt rætur að utan og yrðu „lánastofnanir og aðrir aðilar með mikil viðskipti í útlöndum stöðugt að hafa það í huga.“ Samráðshópur um fjármálastöðugleika og viðbúnað kom saman til 5. fundar síns 10. janúar 2008 og tók þá sæti í honum Áslaug Árnadóttir, sem mun hafa verið settur ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu í fjarveru Jónínu S. Lárusdóttur. Í fundargerð kom meðal annars fram að Ingimundur Friðriksson hafi gert grein fyrir þróun á verði hlutabréfa í íslenskum og erlendum bönkum á árinu 2007, þróun skuldatryggingarálaga

og

væntanlegum

endurgreiðslum

lána

helstu

viðskiptabankanna. Í umræðum hafi komið fram „að áhyggjuefnið væri ekki síst veik staða stórra hluthafa í bönkunum“, en hún skapi neikvæða umræðu, sem gæti síðar haft áhrif á lánstraust og erlend innlán bankanna. Jónas Fr. Jónsson hafi gert grein fyrir „veðköllum og tryggingarþekju í bankakerfinu“, en hún væri að meðaltali um 147% þrátt fyrir lækkandi verð hlutabréfa og væri því borð fyrir báru. Fjármálaeftirlitið hafi kallað eftir upplýsingum frá bönkunum um „vanskil stærstu aðila, markaðsáhættu og bundin og óbundin innlán.“ Þá hafi verið rætt um þörf á „að róa markaðinn og undirbúa viðbrögð við neikvæðum uppgjörum fyrir árið 2007.“ Í málinu liggja fyrir „fundarpunktar“ frá fundi, sem bankastjórn Seðlabanka Íslands hélt ásamt Tryggva Pálssyni 12. janúar 2008 með bankastjórum Landsbanka Íslands hf., Sigurjóni Þ. Árnasyni og Halldóri J. Kristjánssyni. Af þessum fundarpunktum verður ráðið að þar hafi meðal annars verið rætt um nýlega árangurslausa tilraun Glitnis banka hf. til að afla lánsfjár í Bandaríkjunum, en í tengslum við hana var eftirfarandi haft eftir Davíð Oddssyni seðlabankastjóra: „Dagarnir líða og við höfum vaxandi áhyggjur. Aðrar aðstæður 2006. Nú er markaðurinn lokaður í heild nema á sjúklegu verði sem gæti dæmt bankana úr leik.“ Einnig virðist hafa verið rætt um hvort seðlabankinn gæti bætt stöðu bankanna með því að lækka stýrivexti og efla gjaldeyrisvarasjóð. Þar var jafnframt haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni: „Þurfum að búa okkur undir „run“ á m € 4 ma. Icesave er að bindast hratt. Okkar feill að bíða of lengi með útboð í fyrra. Ef myndast fullkomin vantrú þá dugar ekki € 5-6 ma. gjaldeyrisforði SÍ.“ Við þetta bætti svo Halldór J. Kristjánsson orðunum „þolum ekki „run“ á Icesave“ og síðan Davíð Oddsson „minni tryggð en innlend innlán.“ Þá var þess einnig getið að starfsmaður Landsbanka Íslands hf. hafi átt fund með starfsmönnum Moody´s Inverstors Service daginn áður og sagt að þar hafi verið „ótrúlega mikil tortryggni gagnvart Íslandi og íslenskum bönkum“,