Blaðsíða:Dómur Landsdóms nr. 3-2011.pdf/21

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur ekki verið villulesin


21 en hann hafi fengið á tilfinningu að lánshæfiseinkunnir kynnu að verða færðar niður innan skamms. Viðskiptaráðherra hélt ásamt aðstoðarmanni sínum og utanríkisráðherra fund 15. janúar 2008 með Jóni Sigurðssyni formanni stjórnar Fjármálaeftirlitsins. Í minnisblaði um fundinn sagði meðal annars eftirfarandi: „Talað um að menn séu alltaf að lána sjálfum sér – of mikil vensl á lánamarkaði og það þyrfti að skerpa regluverkið þannig að fyrir lægi hverjir eru raunverulegir eigendur hlutafjár. Fram kom að bankarnir væru sterkir fyrir og verði með skikkanlega ávöxtum eigin fjár ... Gætu komið upp vandamál hjá sparisjóðunum. Með eignir á of fáum stöðum. Of mikil áhætta. Bankarnir eiga að geta staðið af sér óveður. Eigin eign bankanna í hlutabréfum á ísl. markaðnum minni en ætla mætti og þ.a.l. áhrif verðfalls minni.“ Samráðshópur um fjármálastöðugleika og viðbúnað kom saman til 6. fundar síns 15. janúar 2008. Í fundargerð var þess getið að Bolli Þ. Bollason hafi greint frá fundi ákærða með „forstjórum bankanna“, þar sem meðal annars hafi komið fram að uppi „væri vandi í fjármögnun Glitnis“. Forstjórarnir hafi verið spurðir um „hvað gæti snúið við neikvæðri umræðu“ og þeir þá nefnt „víkkun SÍ á veðhæfni og merki um að bankinn hygðist fyrr hefja vaxtalækkunarferli.“ Þar hafi einnig verið rætt um „áhyggjur vegna matsfyrirtækja, sérstaklega Moody´s.“ Þá kom fram í fundargerðinni að Áslaug Árnadóttir hafi greint frá vinnu innan viðskiptaráðuneytisins við endurskoðun á lögum um starfsemi Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Loks var þess getið að Ingimundur Friðriksson hafi varpað „fram þeirri spurningu hvernig stjórnvöld myndu bregðast við fjármálaáfalli. Hann taldi það ekki lengur fjarstæðukenndan möguleika.“ Á bréfsefni Seðlabanka Íslands var 17. janúar 2008 gert skjal með fyrirsöginni „ljóti listinn“, sem sagt var að geymdi „samantekt þeirra aðfinnsla og neikvæðrar umfjöllunar um íslenskt fjármálakerfi sem birst hafa í erlendri umfjöllun á síðustu vikum“. Þar var þess getið að fjallað hafi verið um að skuldatryggingarálag bankanna hafi „stóraukist“ og teldi fyrirtækið Morgan Stanley að það væri „tvísýnt ... hvort að bankarnir geti fjármagnað sig á þessum kjörum – hversu lengi halda þeir út?“ Einnig væri bent á samsetningu skulda bankanna, sem reiddu sig mjög mikið á „markaðsfjármögnun en ekki nægileg innlánaöflun og annars konar stöðug fjármögnun“, svo og að skuldsetning þeirra væri helsta ástæðan að baki háu skuldatryggingarálagi. Það álag íslenska ríkisins hafi líka hækkað „gríðarlega vegna stöðu bankanna“ og hættu á að reynt gæti „á hlutverk þess sem lánveitandi til