Blaðsíða:Dómur Landsdóms nr. 3-2011.pdf/28

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur ekki verið villulesin

28

fundunum, engar fundargerðir voru ritaðar, engin gögn voru lögð fram og engar tillögur, hvorki af hálfu forsætisráðherra né Seðlabankans. Davíð Oddsson sat alla fundina og stundum voru hinir bankastjórarnir með honum og í einhverju tilviki minnir mig að Tryggvi Pálsson hafi verið með. Hafði Davíð Oddsson alltaf orð fyrir Seðlabankamönnum. Auk forsætisráðherra og mín sat fjármálaráðherra einhverja fundi þar sem fjallað var um lántökur til að stækka gjaldeyrisvaraforðann og í mörgum tilvikum sat Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu fundina og einhverja fundi sat aðstoðarkona forsætisráðherra. Þá minnir mig að Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu hafi setið einhverja fundi. Ég skráði hjá mér minnispunkta á þessum fundum og úr þeim vann ég þessi minnisatriði og hugleiðingar fyrir sjálfa mig ... Þar sem þetta voru upplýsingafundir lagði ég áherslu á að skrifa niður það sem kom frá Seðlabankanum en ekki það sem aðrir sögðu. Í nokkrum tilvikum fór ég yfir efni þessara funda á þingflokksfundum Samfylkingarinnar m.a. á þingflokksfundum 11. og 18. febrúar 2008. Í kjölfar fundarins í febrúar 2008 var haldinn fundur með fulltrúum fjármálastofnana í Ráðherrabústaðnum þar sem farið var yfir stöðu þessara stofnana.“

Í skriflegri samantekt Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um fund sinn og ákærða með fulltrúum Seðlabanka Íslands, sem hún dagsetti 6. febrúar 2008 en virðist samkvæmt áðurgreindu hafa verið haldinn 7. sama mánaðar, sagði meðal annars: „Davíð Oddsson innleiddi fundinn og sagði frá því að í febrúar 2006 hafi Seðlabankamenn farið til London og fengið miklar áhyggjur af stöðu mála enda hafi skapast mikil vandræði í framhaldinu. ... Fóru aftur núna í febrúar og heimsóttu matsfyrirtækin í London. Sagði að Fitch menn hafi spurt hvað myndi gerast ef íslenskir bankar fengju ekki lánsfé eftir 12 mánuði. Ljóst að af því hlytust veruleg vandræði. Sagði að Moodys hefði líka áhyggjur af Landsbankanum vegna þess að Icesave-reikningarnir geti verið mjög kvikir reikningar. Ef óþægilegar fréttir berist af Íslandi geti það haft verulega skaðleg áhrif á reikningana þ.e. fólk geti rokið til og tekið út af þessum reikningum sem myndi skapa vandræði fyrir Landsbankann. ... Í ferðinni til London sagði hann að rætt hafi verið við nokkra banka, þar af tvo stóra ... um tvennt. Annars vegar víxlaprógramm sem hafi verið tekið vel í og hins vegar um að stækka gjaldeyrisforða Seðlabankans. Stærsti bankinn taldi að kjör Íslands væru ekki mjög góð núna og töldu að það ætti að bíða. Annar banki taldi að það ætti að taka lán því það sýndi vilja til að berjast. Þá kom fram að hjá þriðja bankanum sé staða Íslands talin erfið og fram hafi komið hjá honum að talsmönnum Kaupþings væri ekki