Blaðsíða:Dómur Landsdóms nr. 3-2011.pdf/6

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

6 á 6. gr. laga nr. 50/1997, sem leiddu til þess að ríkinu var veitt heimild til að selja að fullu eignarhluta sína í Búnaðarbanka Íslands hf. og Landsbanka Íslands hf. Á þessum grunni var það, sem eftir stóð af eignarhlut ríkisins í síðarnefnda bankanum selt 31. desember 2002 og í þeim fyrrnefnda 16. janúar 2003. Búnaðarbanki Íslands hf. var sameinaður Kaupþingi hf. á árinu 2003 og bar sameinaða félagið síðar heitið Kaupþing banki hf. Að þessu búnu voru þannig í meginatriðum starfandi þrír viðskiptabankar hér á landi og giltu lög nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki um starfsemi þeirra. Viðskiptabankarnir þrír færðu í kjölfarið starfsemi sína út meðal annars með því stofna

dótturfélög

erlendis,

hefja

þar

rekstur

útibúa

og

yfirtaka

erlend

fjármálafyrirtæki. Þannig mun Landsbanki Íslands hf. hafa á árinu 2002 keypt breskan banka með heitinu Heritable Bank Ltd., en sett jafnframt á stofn eigið útibú í London 2005. Kaupþing banki hf. og félögin, sem hann kom í stað fyrir, mun hafa keypt danska bankann FIH Erhvervsbank árið 2004 og breska bankann Singer & Friedlander árið 2005, en frá árinu 1998 hafði Kaupþing hf. átt dótturfélagið Kaupthing Bank Luxembourg. Glitnir banki hf. festi kaup á norsku bönkunum Kreditbanken og BN Bank á árunum 2004 og 2005. Á árinu 2007 munu viðskiptabankarnir þrír hafa verið með starfsemi í 22 löndum. Stærð bankanna þriggja mun þó ekki aðeins hafa aukist með umsvifum erlendis, heldur jafnframt innanlands. Meðal þess, sem mun hafa leitt til þess vaxtar, var öflun bankanna á lánsfé á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum, en hennar mun hafa gætt frá því 1999 og aukist eftir það ár frá ári. Frá árinu 1999 munu allir bankarnir þrír hafa fengið lánshæfismat frá alþjóðlegu fyrirtæki á því sviði með heitinu Moody´s Investors Service og síðar einnig frá fyrirtækjunum Fitch Ratings og Standard & Poor’s Financial Services, en sömu fyrirtæki mátu einnig lánshæfi ríkissjóðs Íslands. Matseinkunnir þess fyrstnefnda fyrir bankana munu hafa verið háar allt frá byrjun og færst að auki upp á við fram á árið 2007, en lækkað svo aftur fram í september 2008. Mat hinna fyrirtækjanna tveggja mun hafa þróast á líkan veg, en lánshæfismöt sem þessi munu hafa verið forsenda fyrir aðgangi bankanna að alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum. Auk þessa munu bankarnir þrír hafa aukið umsvif sín með því að taka við innlánum erlendis, en í þeim efnum mun Landsbanki Íslands hf. hafa orðið fyrstur með því að bjóða viðskiptamönnum innlánsreikninga með heitinu Icesave frá október 2006, síðan Kaupþing banki hf. frá nóvember 2007 með reikninga, sem nefndir voru Kaupthing Edge, og loks Glitnir banki hf. frá júní 2008 með reikninga undir heitinu Save & Save. Starfsemi dótturfélaga bankanna