Blaðsíða:Dómur Landsdóms nr. 3-2011.pdf/8

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

8 af sama ráðherra, og bankaráðs, sem skipað var sjö mönnum kjörnum á Alþingi. Þessar

reglur

um

stjórnun

Seðlabanka

Íslands

og

skipan

eftirlits

með

fjármálafyrirtækjum voru óbreyttar á því tímabili, sem málið tekur til. 3 Með 17. gr. laga nr. 69/1941 um sparisjóði var stofnaður tryggingarsjóður sparisjóða, sem hafði þann tilgang að tryggja innstæður í sparisjóðum og greiðslu á þeim, en sparisjóðum bar eftir nánari reglum að greiða tiltekið hlutfall ágóða síns árlega í þann sjóð. Hann var lagður niður með ákvæðum XI. kafla laga nr. 87/1985 um sparisjóði og nýr samnefndur sjóður, sem skyldi vera sjálfseignarstofnun, stofnaður á grundvelli hans til að tryggja fjárhagslegt öryggi sparisjóða og full skil á innlánsfé við endurskipulagningu eða slit sparisjóðs, sbr. 1. mgr. 50. gr. laganna. Þá var með 51. gr. laga nr. 86/1985 stofnaður tryggingarsjóður viðskiptabanka, sem skyldi vera sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins undir yfirstjórn viðskiptaráðherra. Sjóður þessi átti að vera með sjálfstæðan fjárhag og þjóna því markmiði að tryggja full skil á innlánsfé við slit viðskiptabanka vegna greiðsluþrots. Stefnt skyldi að því að eignir sjóðsins

næmu

1%

af

heildarinnlánum

viðskiptamanna

bankanna

á

innlánsreikningum, en í því skyni skyldi hver viðskiptabanki greiða til sjóðsins árlegt gjald, sem svaraði allt að 0,15% af heildarinnlánum hans. Lög nr. 86/1985 og 87/1985 voru leyst af hólmi með lögum nr. 43/1993 um viðskiptabanka og sparisjóði, sem síðar voru endurútgefin sem lög nr. 113/1996. Samkvæmt 75. og 76. gr. þessara laga voru tryggingarsjóður viðskiptabanka og tryggingarsjóður sparisjóða áfram til og reglur um þá efnislega óbreyttar að því leyti, sem áður var lýst. Síðastnefnd lagaákvæði voru felld niður með lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, en samkvæmt 1. gr. var markmið laganna að veita meðal annars innstæðueigendum í viðskiptabönkum og sparisjóðum lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fyrirtækis. Í 2. gr. var mælt svo fyrir að sérstök stofnun, Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta, færi með tryggingar samkvæmt lögunum og væri hann sjálfseignarstofnun, en aðild að honum skyldu eiga meðal annarra viðskiptabankar og sparisjóðir, sem hefðu staðfestu hér á landi, sbr. 3. gr. laganna. Þar var og tekið fram að þessi aðildarfyrirtæki bæru ekki ábyrgð á skuldbindingum tryggingarsjóðsins með öðru en lögbundnum framlögum sínum. Yfir sjóðinn var sett sex manna stjórn, en af þeim skyldu viðskiptabankar tilnefna tvo, sparisjóðir einn, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu einn og viðskiptaráðherra tvo, sbr. 4. gr. laganna. Ráðherra skyldi skipa formann stjórnarinnar og var henni