Blaðsíða:Dómur Landsdóms nr. 3-2011.pdf/9

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

9 heimilt að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Samkvæmt 6. gr. laganna átti heildareign innstæðudeildar sjóðsins að nema að lágmarki 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári, en næði heildareignin ekki því lágmarki skyldi heimilt að innheimta gjald úr hendi þeirra allra, sem svaraði til 0,15% af meðaltali tryggðra innstæðna. Í 9. gr. laganna var mælt fyrir um skyldu sjóðsins til að greiða viðskiptavinum aðildarfyrirtækis innstæður ef það væri að mati Fjármálaeftirlitsins ófært um að standa skil á þeim eða bú þess væri tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt 10. gr. var þó heimilt að takmarka greiðslu úr sjóðnum til einstaka viðskiptamanna fjármálafyrirtækis ef eignir innstæðudeildar hans hrykkju ekki til að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna, en þá skyldi hámarksgreiðsla handa hverjum kröfuhafa nema 1.700.000 krónum og yrði sú fjárhæð bundin við kaupgengi evru 1. janúar 1999. Í 21. gr. laganna var tekið fram að þau hafi verið „sett í samræmi við ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/1994 og nr. 12/1998 og til þess að taka upp í innlendan rétt ákvæði tilskipana Evrópuþingsins og ráðsins nr. 19 frá 1994 um innstæðutryggingar og nr. 9 frá 1997 um tryggingakerfi fyrir fjárfesta.“ Um framangreind atriði voru lögin efnislega óbreytt þann tíma, sem mál þetta varðar. Í lok september 2008 munu heildareignir Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta hafa numið um 13.000.000.000 krónum eða sem svaraði um 0,41% af innstæðum, sem njóta áttu tryggingarverndar á þeim tíma. III Í þessum kafla dómsins verða rakin atvik málsins eins og þau birtast í framlögðum skjölum. 1 Ákveðið var á fundi forsætisráðherra, fjármálaráðherra, utanríkisráðherra og viðskiptaráðherra með bankastjórn Seðlabanka Íslands og forstjóra Fjármálaeftirlitsins 15. janúar 2004 að efna til samráðs um viðbúnað stjórnvalda við hugsanlegum áföllum í fjármálakerfi. Starfsmenn þessara stofnana, sem tóku þátt í samráðinu, skiluðu greinargerð um það 17. febrúar 2006 og lögðu meðal annars til að komið yrði á

„formlegum

samráðshópi

fulltrúa

forsætisráðuneytis,

fjármálaráðuneytis,

viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Íslands um aðstæður í fjármálakerfinu“, en hann skyldi koma saman ekki sjaldnar en tvisvar á ári og þess utan ef forstjóri Fjármálaeftirlitsins eða bankastjórn seðlabankans óskaði eftir því „vegna atvika sem varða stöðu fjármálafyrirtækja.“ Í greinargerðinni var því áliti lýst