Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/100

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

96

Þú sagðir í gær, að mjer færu best hversdagsfötin mín. Þú áttir líklega við, að óbreyttum steini hæfði best ódýr umgjörð. Þegar jeg stóð úti í ánni, var jeg ekki í neinni umgjörð!

Loftur

starir á hana.

Hvað á þetta að þýða?

Steinunn

Hjeðan í frá skal jeg taka hvaða manni, sem vill líta við mjer, — öllum! — öllum öðrum en þjer!

Rífur af sjer bolinn, og kastar honum frá sjer. Hún er í hvítum serk undir bolnum.

Loftur

í ákafri geðshræring.

Þú lýgur!

Grípur í handlegginn á henni.

Þú elskar engan annan en mig.

Steinunn

stendur grafkyr.

Loftur

sleppir handleggnum á henni, snýr sjer frá henni, og gengur álútur út úr stofunni.