Þessi síða hefur verið prófarkalesin
98
Það er mjer að kenna, að þú fórst hingað. Þú þektir fáa áður, en þeir, sem þú þektir, voru vinir þínir.
- Stendur snögglega á fætur.
Jeg get ekki afborið að sjá, hvað þjer líður illa.
- Gengur nokkur skref frá henni.
Geturðu ekki lifað án hans?
Steinunn
- lítur upp, það sjest á svip hennar, að hún er utan við sig. Það er eins og hún hlusti eftir einhverju.
Stundarþögn.
Ólafur
- gengur aftur að henni, lýtur niður að henni.
Jeg þekki sjálfur örvæntinguna, annars dirfðist jeg ekki að trufla harm þinn.
- Sest aftur við hliðina á henni.
Lofaðu mjer að ganga þjer í bróður stað. Sá, sem á í jafnmiklu hugarstríði eins og þú, verður að trúa einhverjum fyrir raunum sínum. Annars verður lífið of þungbært. Jeg þekki manneskju, sem tapaði traustinu á guði og mönnunum. Það var móðir mín. Hún gerði mig, óvita barnið, að trúnaðarmanni sínum.
- Stillilega.
Jeg veit, vegna hvers þú ert svona hrygg.