Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/103

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

99

Steinunn

athugul.

Hvað veistu?

Ólafur

stendur upp, dirfist ekki að líta á hana.

Mjer hefur þótt vænt um stúlku árum saman. Hún kaus annan. Jeg held, að það sje ómögulegt, að þjer hafi þótt vænna um Loft, en mjer þykir um hana.

Horfir á hana.

Steinunn

Það er grunsemd í svipnum.

Hefur Loftur sagt þjer nokkuð um mig?

Ólafur

Vonbrigðin gera hann hryggan á svipinn. Hann færir sig eitt skref frá henni, rómurinn kólnar.

Jeg spurði hann. Jeg átti rjett á því að spyrja hann.

Færir sig lengra frá henni.

Steinunn

Augun loga af ákafri geðshræring, málrómurinn er stiltur.

Sagði hann þjer, hvenær hann veitti mjer eftirtekt í fyrsta skifti?

Ólafur

Það veit jeg ekki. Það man jeg ekki.

7*