Þessi síða hefur verið prófarkalesin
100
Steinunn
- andar djúpt frá sjer. Stendur upp. Gengur út að glugganum, stendur kyr andartak. Hvíslar í leiðslu.
„Geturðu ekki lifað án hans?“
- Snýr sjer að Ólafi.
Því spyrðu mig aftur að sömu spurningunni?
Ólafur
- hræddur og hissa.
Hvað hef jeg spurt um?
Steinunn
- skilur að spurning Ólafs: „Geturðu ekki lifað án hans?“ bergmálar í hennar eigin sál. Gengur til hans.
Þú verður að vera þolinmóður við mig litla stund.
- Gengur að bekknum.
Farðu ekki frá mjer.
- Sest.
Ólafur
Jeg skal ekki fara.
- Gengur til hennar.
Steinunn
- raunamædd.
Jeg veit, að hjeðan í frá hugsar hann einungis til mín með fyrirlitningu. Jeg gat ekki sjeð af honum. Jeg hótaði honum, að jeg skyldi verða vond manneskja.