Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/104

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

100

Steinunn

andar djúpt frá sjer. Stendur upp. Gengur út að glugganum, stendur kyr andartak. Hvíslar í leiðslu.

„Geturðu ekki lifað án hans?“

Snýr sjer að Ólafi.

Því spyrðu mig aftur að sömu spurningunni?

Ólafur

hræddur og hissa.

Hvað hef jeg spurt um?

Steinunn

skilur að spurning Ólafs: „Geturðu ekki lifað án hans?“ bergmálar í hennar eigin sál. Gengur til hans.

Þú verður að vera þolinmóður við mig litla stund.

Gengur að bekknum.

Farðu ekki frá mjer.

Sest.

Ólafur

Jeg skal ekki fara.

Gengur til hennar.

Steinunn

raunamædd.

Jeg veit, að hjeðan í frá hugsar hann einungis til mín með fyrirlitningu. Jeg gat ekki sjeð af honum. Jeg hótaði honum, að jeg skyldi verða vond manneskja.