Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/105

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

101

Ólafur

í ákafri geðshræring.

Loftur verðskuldar hvorki ást þína nje örvæntingu. Hann sökkvir sjer niður í gagnslausa hugarburði, og gleymir sjálfri tilverunni.

Steinunn

jafn-raunamædd og áður.

Því var jeg ekki systir hans! Systur þykir vænt um bróður sinn, eigingirnislaust. Jeg skyldi hafa fylt herbergi hans af blómum. Nú er jeg honum byrði.

Stendur upp. Það er eins og hún svari einhverju í ákafa.

Nei, jeg get það ekki.

Ólafur

Hvað geturðu ekki?

Steinunn

þegir stundarkorn.

Jeg get ekki talað við hann oftar, því jeg veit, að hatrið eða ástin blinda mig.

Þegir aftur.

Ólafur

horfir á Steinunni, hann á í baráttu við sjálfan sig, nálgast hana nokkur fótmál, vill tala við hana.

Steinunn! Steinunn mín!