Þessi síða hefur verið prófarkalesin
102
Steinunn
- snýr sjer að honum. Rómurinn og svipurinn er breyttur.
Þegar valurinn heggur rjúpuna í hjartað, vælir hann, því þá skilur hann, að rjúpan er systir hans. Hann skal fá að væla!
Ólafur
Við hvað áttu?
Steinunn
- stiltari.
Maður og kona hljóta að geta unnið hvort öðru svo mikið mein, að þau skilji, að þau eru systkin.
- Gengur stillilega fram til dyranna.
Ólafur
- gengur á eftir henni. Hann hefur tekið fasta ákvörðun.
Farðu ekki undireins.
Steinunn
- nemur staðar.
Ólafur
Jeg bið þig í annað sinn, að lofa mjer að ganga þjer í bróður stað. Láttu mig tala við Loft. Þú segir, að þú getir ekki talað við hann sjálf. Hvað á jeg að segja honum?