Þessi síða hefur verið prófarkalesin
103
Steinunn
- þegir andartak. Heilög ró er yfir svipnum og röddinni.
Segðu honum, að allar sárar tilfinningar sjeu horfnar úr hjarta mínu. Segðu honum, að jeg fyrirgefi honum. Viltu gera það?
Ólafur
Jeg vil gera alt, sem þú biður mig um.
Steinunn
- tekur lengi í höndina á honum, lýtur niður og kyssir hana. Gengur rólega út.
Ólafur
- stendur kyr andartak; horfir á höndina, sem hann hefur haldið grafkyrri, lyftir henni með vinstri hendinni og kyssir hana. Fer.
Leiksviðið stendur autt.
Loftur
- kemur inn, auðsýnilega í æstu skapi. Gengur að dragkistunni, opnar hana, fleygir peningapokanum hirðulaust niður í kistuna, og læsir henni. Gengur að bókahillunni, tekur eina af skólabókunum. Sest. Opnar bókina, hittir á 11. kviðu í Odysseifskvæði. Heldur fyrir eyrun á sjer og þylur, til þess að deyfa hugsanirnar.
„Nam ek enn dvelja
all-lánga stund
all-lánga stund