Þessi síða hefur verið prófarkalesin
104
þeygi vel glýjaðr
á grafar bakka,
uns móður loks
mína bar at
og dreyra dökkvan
drekka náði.
Kunni skil kona
á kundi þegar,
er hún sveita sylg
solgit hafði.
Ok hjúfrandi at mjer
hörmug móðir
orðum vænghröðum
víkja gerði.“
Odysseifskvæði, XI. kviða, 76—77 vísa.
(Þýð. Svbj. Egilssonar.)
- Stendur á fætur.
Nei!
- Fleygir frá sjer bókunum. Gengur um gólf, og læsir saman höndunum. Hann verður illur og dimmur á svipinn. Nemur staðar. Segir með lágri röddu.
Sá, sem af allri sálu sinni óskar annari manneskju dauðans, —
- Þagnar. Gengur um gólf. Nemur staðar. Svipurinn er myrkur og voldugur, og röddin sterk.
Sá, sem af allri sálu sinni óskar annari manneskju dauðans, lúti höfði, horfi til jarðar.