Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/109

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

105

Beygir höfuðið hægt upp, og þvínæst niður — krýpur.

Og mæli:

„Þú, sem býrð í eilífa myrkrinu! Gjör minn vilja að þínum vilja! Dreptu manneskjuna! — og jeg sver, í nafni hinnar miklu þrenningar; í nafni sólarinnar, sem er skuggi Drottins; í nafni jarðareldsins, sem er þinn skuggi, og í nafni líkama míns, sem er minn skuggi, að sál mín er þín, frá eilífð til eilífðar.“

Hann hefur staðið grafkyr, á meðan hann mælti fram formælinguna, og beitt öllum vilja sínum í þjónustu hatursins. En þegar hann endurtekur seinustu orðin, víkur styrkurinn frá honum. Takmarkalaus angist sjest í svipnum. Hann endurtekur, með titrandi vörum, um leið og hann stendur upp.

„— — að sál mín er þín frá eilífð til eilífðar.“

Gráturinn ber hann ofurliði. Hann hnígur niður í stól, fleygir sjer fram á borðið og grúfir sig niður. Hristist af áköfum ekka.

Tjaldið.