Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/11

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

FYRSTI ÞÁTTUR


Hólar í Hjaltadal. Stofa ráðsmannsins. Rökkur. Tveir gluggar. Túnið, sem hallar niður að ánni, og hálsar fyrir handan ána sjást óglögt gegnum gluggana. Fyrir leiksviðinu miðju, milli glugganna, stendur fornt skatol. Lokrekkja í horninu hægra megin. Borð, bekkir og stólar. Ljósastjakar, strokkkerti. Mikil og vönduð dragkista upp við þilið hægra megin. Bókahilla. Hægra megin, fremst á leiksviðinu, dyr frá göngunum. Minni dyr á miðju þili vinstra megin. Sunnudagskvöld. Sex ölmusumenn, sumir sitja, sumir eru á rjátli.

Fyrsti ölmusumaður

segir frá.

„Jeg bið þig ekki um vísdóm, því af honum hef jeg nóg sjálfur, en nú bið jeg þig um miskun þína.“

Annar ölmusumaður

Voru það seinustu orðin hans?

Fyrsti ölmusumaður

Já. Það voru seinustu orðin hans.