Þessi síða hefur verið prófarkalesin
ÞRIÐJI ÞÁTTUR.
Hólakirkja. Nótt. Tungsljós. Kirkjan er tóm. Dauðaþögn. Birtuna leggur inn í gegnum gluggana til hægri. Tunglið veður í skýjum. Skuggarnir læðast yfir legsteinana og hellurnar á gólfinu, kvika á stólgöflunum vinstra megin og á Kristslíkneskinu mikla. Þeir fylla kirkjuna leyndardómsfullu lífi.
Lykli er snúið. Þung hurð marrar á hjörunum. Prjedikunarstóllinn skyggir á hurðina.
Dísa
- kemur inn. Hneigir sig og signir fyrir framan litla Kristslíkneskið, sem hangir yfir altarinu.
Loftur
- kemur inn. Svipurinn og andlitið ber menjar af hugarstríði og andvökum.
Dísa
- gengur niður þrepin. Hneigir sig aftur og signir sig fyrir framan Kristslíkneskið mikla.