Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/110

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

ÞRIÐJI ÞÁTTUR.


Hólakirkja. Nótt. Tungsljós. Kirkjan er tóm. Dauðaþögn. Birtuna leggur inn í gegnum gluggana til hægri. Tunglið veður í skýjum. Skuggarnir læðast yfir legsteinana og hellurnar á gólfinu, kvika á stólgöflunum vinstra megin og á Kristslíkneskinu mikla. Þeir fylla kirkjuna leyndardómsfullu lífi.

Lykli er snúið. Þung hurð marrar á hjörunum. Prjedikunarstóllinn skyggir á hurðina.

Dísa

kemur inn. Hneigir sig og signir fyrir framan litla Kristslíkneskið, sem hangir yfir altarinu.

Loftur

kemur inn. Svipurinn og andlitið ber menjar af hugarstríði og andvökum.

Dísa

gengur niður þrepin. Hneigir sig aftur og signir sig fyrir framan Kristslíkneskið mikla.