Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/111

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

107

Miskunsami frelsari, fyrirgef þú mjer synd mína.

Loftur

gengur niður þrepin.

Talar þú um synd?

Dísa

Jeg var kornung, þegar faðir minn í fyrsta skifti gaf mjer leyfi til þess að bera kirkjulykilinn. Hann vildi sýna mjer, að hann bæri traust til mín. Nú hef jeg tekið lykilinn, án þess að hann viti af því. Mjer finst, að jeg hafi stolið honum.

Loftur

Þú gerðir það mín vegna.

Dísa

Jeg lofaði að verða við bón þinni, án þess að vita, hvað þú ætlaðir að biðja mig um. Jeg gerði mjer ekki í hugarlund, að þú myndir biðja mig nokkurs, sem væri óheiðarlegt.

Loftur

verður órórri og órórri á svipinn. Það er geigur í málrómnum.

Kvikið í tunglsljósinu gerir alla hluti svo undarlega lifandi.

Bendir á gólfið.

Sjáðu! Er þetta ekki eins og jaki á dimmu fljóti. Það hlýtur að vera kalt að drukna.