Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/112

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

108

Dísa

Vesalings Steinunn.

Loftur

tortrygginn.

Því nefnirðu hana?

Dísa

Berðu ekki kvíðboga fyrir sálarheill hennar? Ólafur segist hafa sjeð, hvernig stormurinn fleygði henni út í ána. En við vitum ekki nema honum hafi missýnst.

Loftur

þegir.

Dísa

Pabbi segir, að dómurinn tilheyri ekki mönnunum. En mamma heldur að hún hafi fyrirfarið sjer. Er það ekki óttalegt?

Horfir á Loft.

Og enginn veit ástæðuna.

Loftur

bendir.

Þarna, þar sem skugginn er dimmastur, stóð kistan hennar í morgun.

Bendir.

Hvað er þetta þarna? — er það blóð?