Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/113

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

109

Dísa

Blóð? — Það er lyng, sem hefur dottið niður af kistunni.

Loftur

lítur upp á Krists-líkneskið.

Hann leið eingöngu fyrir syndir annara. Hann hefði átt að syndga sjálfur.

Sest ljemagna á eitt þrepið.

Dísa

Þú hefur ekki sagt mjer enn þá, hvers vegna þú ert neyddur til að fara hingað um hánótt. Ert þú kominn hingað til þess að biðjast fyrir?

Loftur

þegir.

Dísa

Því svarar þú mjer ekki?

Loftur

lítur upp.

Vildir þú taka á þig synd mín vegna?

Dísa

Þú hefur orðið fyrir einhverri óhamingju, sem jeg skil ekki í.

Færir sig nær honum.

Þykir þjer vænt um mig, Loftur?