Þessi síða hefur verið prófarkalesin
110
Loftur
Sakleysi þitt er regnbogi, sem getur leitt mig upp til himna.
Dísa
Segðu bara já.
Loftur
Já, já. Það veistu.
- Rís á fætur.
Dísa
Ef þjer þykir vænt um mig, þá segirðu mjer, hvað það er, sem veldur þjer hugarangurs.
Loftur
Þú ert svo hjartagóð.
- Tekur utan um hendurnar á henni.
Einu sinni í sumar kom jeg niður að ströndinni. Daginn áður hafði verið norðanrok. Mjúk vorgolan bljes regnbogalitum yfir brimið, eins og hún væri að reyna að stilla það. — Röddin í þjer er mjúk eins og vorgolan.
- Seppir höndunum á henni.
En vorgolan megnar ekki að stilla brimrót, sem kemur utan frá opnu hafi.
Dísa
Þú ferð með mig eins og barn. Jeg er ekki neitt barn lengur.
- Sest.