Þessi síða hefur verið prófarkalesin
111
Loftur
Jeg get ekki sagt þjer, hvað það er, sem veldur mjer hugarangurs, vegna þess að það er best fyrir þig, að þú fáir ekki að vita það. Þekking og sakleysi geta ekki farið saman.
Dísa
Elskaði hún þig?
Loftur
- eftir augnabliks dvöl.
Hvernig á jeg að vita það?
Dísa
Þú ert hræddur um, að þú sjert sekur í dauða hennar.
Loftur
Hver hefur komið þjer til þess að trúa því?
Dísa
- stendur upp.
Þú sjálfur. —
- Spurningin er einbeitt og óumflýjanleg.
Voruð þið trúlofuð, og sveikstu hana vegna mín?
Loftur
- hranalega.
Nei, það vorum við ekki.