Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/116

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

112

Dísa

Því hefur þú verið eins og allur annar maður, síðan hún druknaði?

Loftur

Jeg er búinn að segja þjer, að jeg get ekki trúað þjer fyrir því, hvað það er, sem veldur mjer hugarangurs. Farðu nú heim, elskan mín, og lofaðu mjer að vera einn.

Kyssir hana á ennið.

Í nótt fæ jeg mína stóru ósk uppfylta.

Dísa

Hvað ætlarðu?

Alt í einu gripin af hræðslu.

Það eru einhver ill völd, sem hafa náð tökum á þjer. Jeg sje það á þjer.

Loftur

Farðu, Dísa.

Dísa

lítur á Kristslíkneskið.

Við skulum krjúpa bæði fyrir framan mynd frelsarans, og biðja hann um að liðsinna okkur.

Loftur

Jeg get ekki beðist fyrir.

Dísa

Jeg yfirgef þig ekki í örvæntingu þinni. Við