Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/117

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

113

verðum að gera eins og Jakob, og sleppa guði ekki, fyr en hann bænheyrir okkur.

Loftur

Vilji minn er reiðubúinn til að brjóta upp hurðina inn til hins ókunna. Sáluhjálp mín liggur við. Aftraðu mjer ekki.

Dísa

Þú vilt ekki hlusta á mig. Þú hrindir mjer frá þjer. Jeg þekki rödd, sem er máttugri en mín.

Gengur hratt fram eftir kirkjugólfinu, hverfur á milli stólanna.

Loftur

Hvert ætlarðu?

Gengur nokkur skref á eftir henni. Nemur staðar. Hið fagra sönglag Lúters: „Vor guð er borg á bjargi traust —“ hljómar mjúkt og þýðlega um kirkjuna.

Loftur

lítur upp, bandar frá sjer með hendinni.

Nei, nei.

Sönglagið er leikið áfram.

Loftur

stendur kyr nokkra stund. Það fer titringur í gegn um hann. Hann krýpur niður á gólfið,
8