Þessi síða hefur verið prófarkalesin
114
spennir greipar. Þegir stundarkorn eftir hverja setningu. Orðin heyrast skýrt í gegn um hinn mjúka hljóm.
Hefur þú að eilífu yfirgefið þann aumasta af öllum þínum skepnum?
Ilmur þíns heilaga anda snertir ekki framar augnalok mín, svo jeg fái svefnró.
Öll hróp mín ber bergmál háðsins til baka, eins og himinn þinn væri steinhvelfing.
Gafstu mjer ekki máttinn til að syndga, af því að þú ætlaðir að fyrirgefa mjer?
Frá hverjum fæ jeg það vald, sem gerir synd mína stærri, en þína náð?
Herra! Herra! Gefðu mjer einungis eitt augnablik þinn frið.
- Lyftir andlitinu, með aftur augun og spentar greipar. Liggur grafkyr á hnjánum.
Söngleikurinn þagnar.
Dísa
- kemur í flýti fram á milli stólanna. Svpurinn ljómar af friði og fögnuði. Hraðar sjer til Lofts. Krýpur á knje við hliðina á honum.
Jeg vissi það! Jeg vissi það!
Loftur
- Lýtur höfði.
Guð hefur yfirgefið mig. Hann heyrir ekki bænir mínar.
- Stendur upp.