Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/120

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

116

Dísa

Þú gerir mig hræddari og hræddari.

Loftur

vitfirringarblær yfir svipnum.

Þegar jeg tek það illa í þjónustu mína, til þess að framkvæma eitthvað gott, — hvað er þá gott og hvað er þá ilt?

Dísa

Besti, elsku Loftur!

Loftur

Jeg hef hætt mjer of langt, til að geta snúið aftur. Í nótt verð jeg að vinna sigur. Jeg skal hrópa þangað til hinn framliðni kemur upp úr gröfinni og gefur mjer valdið.

Dísa

Þú ert veikur.

Loftur

Verður alt í einu gripinn af óviðráðanlegri hræðslu.

Þú mátt ekki bregðast mjer.

Krýpur, heldur í hönd hennar.

Án þín hef jeg enga von um frelsun. Ef jeg misti þig, yrði jeg óstjórnlega grimmur.